18112021 ? Flakk um mastersnám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
Manage episode 398101924 series 1312385
Inhalt bereitgestellt von RÚV. Alle Podcast-Inhalte, einschließlich Episoden, Grafiken und Podcast-Beschreibungen, werden direkt von RÚV oder seinem Podcast-Plattformpartner hochgeladen und bereitgestellt. Wenn Sie glauben, dass jemand Ihr urheberrechtlich geschütztes Werk ohne Ihre Erlaubnis nutzt, können Sie dem hier beschriebenen Verfahren folgen https://de.player.fm/legal.
Listaháskólinn fékk starfsleyfi 10.júní 1999 og hóf þá um haustið starfsemi sína með rekstri myndlistardeildar. Skólinn hóf síðan rekstur sjálfstæðrar hönnunardeildar 2001 og ári síðar var tekið upp nám í arkitektúr, vöruhönnun og fatahönnun. Allar listgreinar eru kenndar við Listaháskólann, auk myndlistar, eru ýmis fög innan leiklistar, ýmis fög innan tónlistar, kennaranám til listkennslu, svo eitthvað sé talið upp. En eins og áður sagði var arkitektadeildin stofnuð árið 2001, loks eftir mikið samtal ýmissa aðila sem málið varðar er hafin mastersdeild í arkitektúr og tilvalið að líta í heimsókn í Þverholtið, þar sem hönnun og arkitektúr á heima innan skólans. Við ætlum að heilsa uppá Hildigunni Sverrisdóttur deildarforseta, Önnu Maríu Bogadóttur lektor og svo auðvitað nemendur, og ræðum við Rakel Kristjönu Arnardóttur, Odd Gunnarsson Bauer og Katrínu Heiðar.
…
continue reading
197 Episoden